Stuttbuxnadeild X-D að störfum

Ég skil Hugo Chavez vel. Ekkert sérstakt við Lach Walesa. Hann er NATO hóra sem eins og svo margir fyrrum ráðmenn austurblokkarinnar fengu launatékkann sinn beint frá BNA.  Hann m.a. samþykkt sprengjuárásir á saklausa borgara. Honum ferst að tala um mannréttindi.

 Og kæri blaðamaður Morgunblaðsins sem skrifaði þessa frétt. Reyndu nú aðeins að vera vaxinn starfi þínu og haltu þínum skoðunum úr skrifunum. Ég má hafa þær sem bloggari en þú ekki sem blaðamaður. 

Hvað er þetta t.d sem þú skrifa:  Hann reyndi að heimsækja Venesúela í nóvember, en þá fengu stjórnvöld hann ofan af því vegna ótilgreindra „öryggisástæðna“. "

Til hvers ertu að setja gæsalappir í kringum orðið öryggisástæðna, hvað ertu að meina.  Ertu að gera lítið úr ástæðunni.  Reyndu að sína smá hlutleysi. Eða er mbl.is búið að ráða stuttbuxnadeild x-D í vinnu hjá sér eftir gjaldþrotið.  Auk þess er tóninn hjá þér í greininni allur mjög neikvæður. 

 Ef þú ætlar að hafa skoðanir á erlendum fréttum haltu þeim í blogginu hjá þér.  


mbl.is Hugo Chávez illa við Lech Walesa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En það er rétt.. Ég er búin að vera staðsett hérna í Venezúela núna í 5 mánuði og get sagt sitt og hvað.. Hugo Chavez talar svo algjörlega útúr rassgatið á sér, hann getur sagt hvað sem honum dettur í hug ef hann vill ekki fá einhvern hingað til Venezúela. Hann er að reyna að vera guð. Svo hann segir að það sé vegna "öryggisástæðna".
Ekkert, nákvæmlega ekkert myndi breytast ef þessum manni er hleypt í landið eða ekki. Það er ekki mikið sem hann getur gert fyrir þetta land, fyrir fólkið hérna. Vissulega, hann getur hjálpað til að mótmæla, en hann myndi ekki breyta skoðunum hjá neinum manneskjum. Annað hvort ertu með Chavez, eða á móti honum. Það er enginn millivegur.

Það kaldhæðna við þetta er að það er nánast ekkert öryggi í þessu landi, einmitt útaf Hugo Chavez. Til dæmis, síðan hann tók við völd hefur morðtíðnin hérna þrefaldast. ÞREFALDAST! Þessar kosningar á sunnudaginn eru endurkosningar á því hvort hann geti breytt lögunum svo að hann geti verið forseti að eilífu.
Svo að ef við viljum öryggi í þetta land? Losna við Chavez.

Svandís (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 06:23

2 Smámynd: Ur-Hellinum

Sæl Svandís

Ég hefl líka verið í Venezúela. Mér dettur helst í hug að þú sért stödd eða umgegnst fólk með peninga sem hefur aðrar lífsskoðanir og hugmyndir en hinn almenni íbúi. Ég stórlega efast um að morðtíðninn hafi þrefaldast. Þetta er leikur af tölum og hvernig þær eru túlkaðar. Hvar hefur þú t.d þessa frá, hvað ertu að miða við, hefur kynnt þér aðferðafræðina sem er notuð. Alla upplýsingar eru litaðar, bæði frá þeim sem eru frá Chavez og líka þeim sem eru á móti þeim. Alla vega þá trúi ég ekki þessari tölu, hún er of ótrúleg. Fólk byrjar ekki allt í einu að drepa 3 sinnum meira. 

Ur-Hellinum, 12.2.2009 kl. 15:04

3 identicon

Nei, ég umgengst ekki aðeins fólk með peninga. Ég geng meðal annars í almenningsskóla, sem eins og þú veist ef þú hefur verið hérna, er skóli fyrir fátæka aðila. Og hvort sem er, þá eru margir chavistar ríkir, þar sem Chavez gerir marga ríka sem eru á hans bandi :)
Og hvaða ár varst þú eiginlega í Venezúela? Því að ég er að umgangast hinn almenna íbúa Venezúela. Hljómar eins og það sé langt síðan þú varst hérna, því hatur almennings á forsetanum hefur aukist með hverju árinu, og nú í fyrsta sinn erum við fólkið sem er á móti forsetanum í meirihluta. Af ÖLLUM íbúunum sem ég hef talað við hérna (og trúðu mér, það eru margir) þá eru allir á þeirri skoðun að Chavez er snarruglaður. Hvort sem það sé fósturfjölskyldan mín, fólk í skólanum mínum, háskólanemendur, fjölskyldur annarra skiptinema, allir venezúelísku vinir mínir, random fólk á götunni.. eiginlega allir eru á þeirri skoðun að hann sé snargeðveikur.
Og þessar tölur fæ ég frá mótmælendum  hérna, það er verið að dreifa út miðum hægri vinstri með tölum og staðreyndum, og þetta stendur á einum miðanum;

Fyrir lífinu þínu
San Cristóbal
KJÓSIÐ NEI

Veistu að..

-Morðtíðni síðustu 10 ár hefur þrefaldast?
-Venezúela er búið að breytast í næst óöruggasta land í heiminum?
-Það eru fleiri morð í Venezúela heldur en í Kólumbíu, og að á ári deyja fleiri landsmenn heldur en í Íraksstríðinu?

 Nei, fólk byrjar ekki allt í einu að drepa 3 sinnum meira. En þegar Chavez var að missa völd hjá hinum eðlilega íbúa, tók hann það til ráðs að fá glæpamenn á sitt lið. Svo að hverjir eru við völd í landinu? Glæpamenn. Chavez VILL hafa allt í ringulreið í landinu, þess vegna er svona mikið óöryggi, þess vegna er morðtíðnin búin að hækka svona.. því það er ekkert öryggi!
Venezúelískur vinur minn sagði mér meðal annars af því að á hverjum degi í höfuðborginni, þá u.þ.b. 60% af þeim sem fara útá götu verða rænd. Ég hef eytt þónokkum tíma þar og þó borgin virðist rosalega saklaus, leynir hún rosalega á sér. Það er allt spurning um að halda sér á réttu stöðunum.

Svandís (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:32

4 Smámynd: Ur-Hellinum

Sæl Svandís.

 Ég var þarna 2005, svo það er smá tími síðan. Margt getur breyst á 4 árum og getur vel verið að það sé margt til í þínum málflutningi sem ég hef ekki kynnt mér nægilega vel. Getur þú sent mér link á einhverjar upplýsingar, á ensku þ.e. Ég hef alltaf haldið að Chavez meinti vel. En völd geta og gera fólk snarruglað. Við þurfum ekki líta lengra en til seðlabankans til að vita það. 

Caracass hefur lengi verið ein hættulegast ef ekki hættulegast borg í heimi, löngu fyrir tíma Hugo Chavez. Spurningin er hvort að morðtíðnin hafi alltaf verið svona há, bara tölurnar aldrei birtar af fyrirrennurum Chavez í valdstól. Leikur að tölum. Ég er ekki að fullyrða neitt, bara velta þessu fyrir mér sem annari nálgun á þesss tölu sem þú kemur með. Ekki taka því þannig að ég sé að segja að hún sé röng. 

Áróðurinn í vestrænum fjölmiðlum gegn Chavez og hans stjórn hófst nánast strax og hann komst til valda. Þannig þú skilur kannski af hverju ég hef varann á þegar ég heyri alls konar sögur um hann og hans stjórnar fyrirkomulag. En það getur vel verið að ég hafi rangt fyrir mér og þurfi að endurskoða afstöðu mína. Ég þarf að skoða þetta nánar. Þú getur bent mér á eitthvað vonandi. 

Ur-Hellinum, 12.2.2009 kl. 21:37

5 identicon

http://www.cbn.com/cbnnews/news/050531a.aspx Þetta er linkur sem ég fann um daginn þegar ég var að reyna að finna einhverjar upplýsingar á netinu um Chavez, til að reyna að útskýra stöðuna fyrir fólkinu heima.

http://acalzonquitao.files.wordpress.com/2008/12/rico.jpg Ég veit ekki hvort þú talar spænsku þar sem ég veit ekki hversu miklum tíma þú eyddir í Venezúela, en þetta er grein á spænsku um hversu miklum peningum almenningsins Chavez eyðir sér í hag, eftir að hafa sagt að það að vera ríkur sé slæmt! Chavez segir að hann vilji að allir eru jafnir. Undir venjulegum kringumstæðum myndi maður halda að þar sem þetta er ríkt land, þá vilji forsetinn hafa alla ríka og ánægða. En hann vill akkúrat öfugt, hann vill hafa alla fátæka! Hann segir, það er fátækt fólk í þessu landi, við eigum öll að vera jöfn, við eigum öll að vera fátæk, að vera ríkur er slæmur hlutur. Svo labbar hann um í merkjafötunum sínum, með Rolex úrin sín, í einhverju fylki hérna á fjölskyldan hans eiginlega öll "fincas" í því fylki, og hann gjörsamlega skítur peningum (pening almenningsins auðvitað).

En annars fann ég ekki miklar upplýsingar á netinu, það er ekki mikið sem ég get látið þig hafa.. enda virðist allur heimurinn loka augunum á hvað er að gerast hérna, ég er enn mjög hneyksluð yfir að Sameinuðu Þjóðirnar hafa ekki gripið inní.. Eins og einn vinur minn sagði hérna við mig, ég mun aldrei geta útskýrt fyrir öðru fólki hvernig ástandið er hérna, það þarf að lifa hérna til að skilja þetta..

Svandís (IP-tala skráð) 15.2.2009 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ur-Hellinum
Ur-Hellinum

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband