Hneyksli

Það er mjög langt síðan ég man eftir svona slakri dómgæslu. Það var eins og dómarinn vissi ekkert hvað hann var að gera á vellinum. Og dómar hans virtust algjörlega handahófskenndir.

 Ég hélt með Barcelona í leiknum en þeir áttu alls ekki skilið að komast áfram. Þrátt fyrir að vera harður stuðningsmaður Liverpool  samhryggist ég Chelseamönnum, þetta var klárlega ykkar leikur.  Barcelona var leir í höndum ykkar. Þetta verður léttur úrslitaleikur fyrir Manchester, það er víst. 


mbl.is Terry: Styð Drogba heilshugar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Manchester menn vinna enda klassa munur á spænsku og ensku deild.  Drogba gekk hinsvegar allt of langt, varð sér til skammar.  Óafsakanlegt.

Baldur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 09:48

2 identicon

Ég fæ ekki fyrir mitt litla líf skilið þessa eylífu verndun á dómurum. Ef þeir geta ekki staðið frami fyrir leikmönnum og réttlætt ákvarðanir sínar þá mega þeir bara vera einhverstaðar annarsstaðar. Miðað við frammistöðu þessa nojaravitleysings þá hefði nánast mátt réttlæta að Drogba hefði tekið Pépe á þetta og sýnt honum þannig hvar Davíð keypti ölið. Hann er jú einhver líkamlega sterkasti framherji í heimi.

Sindri Þór (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 10:39

3 identicon

Drogba er mest óþolandi framherji í heimi, hann er jú einn sá líkamlega sterkasti en dettur niður eins og kelling ef einhver snerting er við hann inn í teig. Ég fann til með flestum Chelsea gaurunum þó ég héldi með Barcelona en ekki fann ég til með Drogba, það er synd og skömm þegar þessi maður vinnur til verðlauna.

Hinsvegar fannst mér Chelsea bara spila upp á þetta eina mark eins og þeir gera yfirleitt og þegar svo er að þá meiga menn búast við því að vera refsað. Auðvitað átti dómarinn stórann þátt í þessum sigri Barcelona en hann var jú búinn að reka mann útaf hjá þeim fyrr í leiknum sem var einnig ósanngjarn dómur.

Grétar (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:07

4 identicon

Ég er sammála mönnum um að dómgæslan var slök en hún bitnaði á báðum liðum. Barca átti sannalega ekki að missa mann út af og Chelsea átti klárlega að fá eitt víti, ef ekki tvö. En framkoma leikmanna Chelsea var enn og aftur til skammar og ljóst að þarna eru hreinir rugludallar á ferð. Þeir gefa tóninn fyrir kolvitlausan lýðinn sem fylgir þeim, glæpalýðinn sem heldur með Chelsea og hefur verið afhjúpaður í sjónvarpsþætti fyrir nokkrum árum. Það er engin tilviljun að einn frábær dómari hefur þegar lagt flautuna á hilluna eftir að hafa lent í líflátshótunum frá þessu pakki, einmitt eftir að hafa dæmt leik Chelsea og Barcelona ef ég man rétt. Það á að taka á þessu Chelsea pakki af fullri hörku núna, bæði leikmönnum, þjálfara og stuðningsmönnum. Henda þeim öfugum út úr Evrópukeppninni eins og gert var við Liverpool á sínum tíma eftir uppþotið á úrslitaleiknum. Enska knattspyrnusambandið ætti einnig að taka á þessu, en það gera þeir auðvitað ekki enda Chelseamenn og Man.Utd. menn þar í hverri stöðu.

Haraldur (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 11:40

5 identicon

Haraldur!

Þú gleymdir undirskriftinni þinni:  You never walk alone..........

Hvað eru pappakassar einsog þú að rífa kjaft. Líttu í eigin barm hráskinkan þín. Það myndi EKKERT lið sitja þegandi yfir svona dómgæslu EKKERT!!!!! þetta voru lágmarksviðbrögð við ótrúlegu órettlæti. Ég sé menn einsog Maserano eða Fabregas ganga prúðir af velli eftir svona meðferð.

ALDREI!!!!!!

Þráinn (IP-tala skráð) 7.5.2009 kl. 13:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ur-Hellinum
Ur-Hellinum

Bloggvinir

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband