Slumdog Millonaire og kvikmyndahátíðir

Hellisbúinn horfði á þessa mynd í gærkvöld. Óhugnalegur heimur sem okkur alsgnægtar íbúum vesturlanda er sýndur og þörf áminning.

En þessi mynd er langt frá því að vera snilldarverk. Illa leikin, venjuleg myndataka og ótrúverðugt handrit. Ef þessi mynd fjallaði um hefðbundin Hollywood vandamál er ég ekki einu sinni viss um að hún kæmist í bíó. 

Að mínu mati er verið að veita hugmyndafræðinni verðlaun, ekki kvikmyndinni sem slíkri. Hugmyndafræðin er í stuttu máli sú að "Það er mikil fátækt í heiminum, greyið götu börnin í Indlandi, fáum (réttilega) samviskubit".

Ég er enn að mynda mér skoðun á því hvort kvikmyndahátíðir sé rétti vettvangurinn til þess að vekja athygli á góðum málstað, þ.e. ef myndin á það ekki skilið sem slík. En kannski hef ég rangt fyrir mér, kannski er þetta ágætis mynd (en ég efa það). Hvað finnst ykkur?

 


mbl.is Slumdog raðar inn verðlaunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér finnst myndin mjög góð og er algjörlega ósammála þessum athugasemdum sem þú gerir við hana, t.d. varðandi slæman leik sem að mér þykir bara nokkuð góður alla myndina. Dev Patel er virkilega sannfærandi í hlutverki sínu.

Af þeim myndum sem að eru tilnefndar til Óskarsins í ár þá er þessi sú sem er helst þess verðug að hljóta hann að mínu mati. 

Arnar Þór Ingólfsson (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 22:31

2 Smámynd: Ur-Hellinum

Fólk hefur náttúrlega mismunandi kvikmyndasmekk og við það er ekkert að bæta. Kannski er ég að gera of lítið úr myndinni en samt finnst mér hún eigi ekki skilið að landa verðlaunum. Ef hún verður valinn besta myndinni þá kemur mér það ekki á óvart. Þeir hjá óskarverðlaunanefndinni völdu nú Shakespear in Love og Gladiator bestu myndina. Af þeim myndum sem ég hef séð þá finnst mér Revolutionary Road besta myndinni. Ég held ég hafi séð allar sem sem hafa fengið tilnefningar.

Ur-Hellinum, 8.2.2009 kl. 22:49

3 identicon

Mér finnst Slumdog Millionaire ná að vera sannfærandi og mér finnst þau valda hlutverkum sínum vel. En best leikna mynd af þeim sem tilnefndar eru í ár finnst mér tvímælalaust The Curious Case of Benjamin Button. Brad Pitt sýnir rosalegan leik, hef ekki séð The Wrestler en skil varla af hverju Mickey Rourke ætti að vinna hann í þessum flokki.

Guðrún Geirsdóttir (IP-tala skráð) 9.2.2009 kl. 09:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ur-Hellinum
Ur-Hellinum

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband