Léleg blaðamennska/Logið með þögninni!

Kæri blaðamaður mbl.is

Það sem vantar t.d. í þessa frétt, en kemur fram í AP skeytinu, er að ástæðan fyrir því að fólkið var handtekið er að mótmælin fóru ekki fram á þeim stað sem um var samið. Það sama gildir í mörgum evrópskum löndum sem við Íslendingar berum okkur saman við.

Einnig finnst mér vafsamt að nota orðin "að minnsta kosti 150 manns". Það hefur aldrei verið há tala,ekki einu sinni á Íslandi, hvað þá Rússlandi. Ertu að reyna að gera meira úr þessum mótmælum en tilefni standa til. 

Annað vitlaust í þessari frétt er að tengja mótmæli herforingjanna við mótmæli Kasparovs. Þau tengjast ekki.

Í raun virðist mér tilgangur fréttarinnar vera að sverta rússneskt samfélag, eða öllu heldur rússneska valdastétt, sem ég vill taka fram að ég er ekki að verja.  Rússneska valdastéttin er ekki vinsæl í löndum vestur evrópu en það kemur lýðræði ekkert við. 

Fyrir þá sem halda að mótmæli í Rússlandi séu ekki leyfð þá getið þið til að mynda skoðað þessa frétt með því að smella hér

Menn ættu að skoða hvað hann Kasparov er að gera. Veldur smá usla með fámennum og illa skipulögðum mótmælum og fær rosalega umfjöllun í helstu fjölmiðlum heims. Þetta er vel tengdur maður. Hvað vakir fyrir þessum manni.

En þessi frétt Morgunblaðsins er misvísandi og í raun veru lygi. Því eins og Árni Þórarinsson prófastur sagði svo skemmtilega um Snæfellsnesinga þá er hægt að  "ljúga með þögninni" 


mbl.is Tugir handteknir í Moskvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ertu að ráðast á moggamenn? 2000 Íslendingar mótmæla,moggi 300 til350 mættu allir undir áhrifum. Hverju áttirðu von á.

elias (IP-tala skráð) 15.12.2008 kl. 01:13

2 Smámynd: Ingi B. Ingason

svo sá ég nú hvergi í fréttinni hverju var verið að mótmæla

Ingi B. Ingason, 15.12.2008 kl. 01:49

3 identicon

Það er hending ef fréttir mbl eru óhlutdrægar.  Þeir virðast alltaf draga taum einhvers, viljandi eða óviljandi (með að þýða erlend skeyti gangrýnilaust) og hika ekki við að bjaga sannleikann.

Gullvagninn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 12:53

4 Smámynd: Ur-Hellinum

Einmitt. En þeir mættu fara að taka upp fleirri heimildir, í raun og veru krafa. Í flestum ríkjum eru blöð á ensku á netinu sem gefa aðra sýn á málið. Fjölmiðlar geta vel notfært sér þessa miðla.

Ur-Hellinum, 16.12.2008 kl. 13:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ur-Hellinum
Ur-Hellinum

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband