2.9.2008 | 15:58
1984, gleymd spennusaga
Þetta er skemmtilegt áróðursbragð hjá Þjóðarhreyfingunni og vonandi gefa þingmennirnir sér tíma til að lesa bókina enda holl lesning fyrir alla, ekki einungis þá sem sitja við völd.
Önnur jafn góð bók (ef ekki betri) eftir hann Orwell er 1984. Mjög margir hafa lesið þá bók en alls ekki nógu margir. Og fyrir þá sem ekki hafa lesið hana í langan tíma er upprifjun ekki svo galin
Í stuttu máli fjallar hún um einræðisríki í öðrum tíma og rúmi þar sem eftirlit, hugsunarstýring og ritskoðun í samfélaginu er löngu farin úr böndunum. Óæskileg hugtök, bækur, sögulegir atburðir og jafnvel orð eru fjarlægð úr minni samfélagsins þannig að það er eins og atburðirnir hafi aldrei gerst og orðin aldrei verið töluð. Nánari umfjölun á ensku má finna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Nineteen_Eighty-Four
Í 1984 er að finna mikla pólitíska ádeilu en einnig aðvörun. Hún er mjög spennandi og dramatísk en einnig húmor og ást. Það eru ekki margar bækur sem hafa allt þetta uppá að bjóða.
Það er oft talað um að 1984 hafi verið beint gegn sovétríkjunum en það er margt í henni sem við getum heimfært á okkar eigið samfélag og því mjög þörf lesning fyrir þá sem vilja halda áfram að búa í lýðræðissamfélagi (hins vegar er spurning hvort við búum í raun og veru í þannig samfélagi).
Mig minnir endilega að bókin hafi verið þýdd yfir á íslensku en einnig var gerð bíómynd eftir henni fyrir þá sem ekki hafa tíma til að lesa. Bókin er þó að sjálfsögðu miklu betri.
Þingmenn fá Animal Farm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Facebook
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÉG er einmitt að lesa hana núna, þeas. 1984. En ég er bara rétt byrjuð.
Marilyn, 2.9.2008 kl. 18:14
Frábær bók. Ef maður horfir í gegn um "tíðarandann" sér maður hvert við stefnum.
Villi Asgeirsson, 2.9.2008 kl. 18:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.