Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
7.11.2008 | 22:44
Úlfur í sauðargæru
Eftirfarandi ummæli Obama sýna greinilega hvers konar utanríkisstefnu þessi maður mun halda úti:
"Fyrirætlun Írana að smíðja kjarnorkuvopn er óásættanleg," sagði Barack Obama verðandi Bandaríkjaforseti á blaðamannafundi í Chicago fyrr í dag. Skera verði á tengsl landsins við hryðjuverkahópa. Obama hvatti yfirvöld í Teheran til að hætta að styðja hryðjuverkasamtaka." (Tekið úr Vísi.is)
Þeir sem hafa fylgst með ummælum Obama um utanríkismál vita að hann hefur mjög árásargjarna hugmyndfræði þegar kemur að utanríkismálum, í raun og veru árásagjarnari en Bush. Til að mynd vill hann ganga mun harðar fram í samskiptum suður-ameríku og Bandaríkjanna. Þá mætti segja að Uncle Sam sé aftur kominn á stúfanna. Obama er kerfiskarl og myndi aldrei hafa komist í þá stöðu sem hann er í dag nema að þeir sem sitja í brúnni í Bandaríkjunum hefðu verið búnir að samþykkja hann. Litarhaft breytir engu. Condalísa Rice og Powell eru skýr dæmi.
Þeir sem hafa lesið fréttirnar í dag hafa líklega séð að spáð er allt að 14 prósent atvinnuleysi í Bandaríkjunum og að sjálfsögðu mun það bitna mest á lituðu fólki og öðrum í lágstéttunum. Það er enginn betri en Obama til að halda aftur að fólkinu. "Slakið á, er ég ekki einn af ykkur"
Ég ætla að gefa Obama smá tækifæri til að sanna sig. En ef marka má fyrri ummæli hans þá á heimsbyggðin ekki von á góðu. Við sjáum hvað setur
Lofar að taka á efnahagsvandanum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
14.10.2008 | 14:30
Hvað með Hannes Smárason
Þegar einstaklingur er dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir smá búðarþjófnað þá hlýtur það að vera krafa hjá íslensku þjóðinni að útrásar víkingarnir, sem hafa laggt fjárhag heillar þjóðar í rúst, verði dæmdir líka. Ef ekki sé til stoð í lögum fyrir sakfellingu hlýtur að vera spursmál hvort þannig lög verði ekki samin og dæmt eftir þeim.
Þjóðin vill réttlæti og hún lætur ekki vanhæft framkvæmdarvald og löggjafarvald koma í veg fyrir að réttlæti nái fram að ganga. Framkvæmdarvaldið var pg er augljóslega vanhæft enda sat það í kokteilboðum og skálaði við þessa glæpamenn. Þetta er ekki spurning um hefnd þetta er spurning um réttlæti.Fjórir mánuðir fyrir stuld á nærbrókum og ilmvatni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.9.2008 | 12:29
VARIST GRÆNT TE - EITUR
Ég tók upp á því fyrir 2 mánuðum að kaup grænt te (green tea Extrakt), og hef verið að drekka þar til nú 1 til 3 bolla af því á dag mér til heilsubótar. Í fyrstu hafði þetta engin merkjanleg áhrif en nú fyrir viku síðan byrjaði ég að fá stöðugan höfuðverk. Mig grunaði fljótlega að höfuverkurinn gæti tengst þessari nýjungargirni minni og eins og er siður flestra fróðleiksfúsra íslendinga googlaði ég orðinu, "green tea headaches".
Fljótlega rambaði ég inn á síðu þar sem fólk kvartaði undan þessu sama og ég en auk þess virðast mun fleiri alvarlegri fylgikvillar geta fylgt neyslu á grænu te, m.a. andnauð, útbrot, sljóleiki, minnisleysi (sem undirritaður hef fundið fyrir seinustu vikur) og annað misgott.
Af hverju veldur grænt te þessum áhrifum? Nokkrar útskýringar voru settar fram, t.d. að fólk getur haft ofnæmi gegn te (t.d. koffein) eða líkamanninn sé einfaldlega að losa sig við eiturefni og þessi áhrif hvimleið en nauðsynleg (e. detoxification: grænt te er talið vera ríkt af snefilefnum sem losa líkamann við eiturefni).
Það sem mér þótti þó merkilegra var hversu gífulega hátt hlutfall af flúor er að finna í te. Í einum bolla af svörtu te er að finna 7.8 mg af flúori og í grænu te er jafnvel enn meira. Ég reiknaði út að í 3 bollum af green tea extrakt (sem er þrisvar sinnum öflugra) er svipað magn af flúori og í 72 lítra af bandarísku flúor menguðu vatni. (mörg fylki í Bandaríkjunum bæta flúor í vatnið sitt við ekki allt of góðar undirtektir).
Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um eitrunareinkenni flúors er bent m.a. á þessa síðu: http://poisonfluoride.com/pfpc/index.html
Og greinina um flúor í grænu te er að finna hér: http://poisonfluoride.com/pfpc/html/green_tea___.html
Að lokum vil ég að taka fram að eftir að ég hætti að bursta tennur mínar með flúortannkremi hef ég fundið fyrir tveim breytingum. 1) Hætt að blæða úr munnholdinu og tönnum við tannburstun, 2) munnangur og annað slíkt úr sögunni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.9.2008 | 22:42
Augun ljúga ekki
Það sést greinilega á augunum á Robert Gates að hann er snarbrjálaður. Ef væri eitthvað vit í íslenskum stjórnvöldum þá myndu þau segja upp aðild okkar að NATO, enda er það okkar besta vörn gegn stríðsvánni ef til átaka kemur milli NATO og Rússa.
Hins vegar líta margir á átökin í Georgíu sem herbragð úr búðum BNA. Átök Rússlands og Georgíu hefur veikt Rússland alþjóðlega og því munu mótmæli rússneskra stjórnvalda gegn innrásinni í Íran (á þessu eða næsta ári) vera mjög ótrúverðug.
Varar við afvopnun í Evrópu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
19.9.2008 | 21:27
Allt týnt til
Hrekkjavaka skaðleg? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
18.9.2008 | 22:16
LATIR BLAÐAMENN
Það er ótrúlegt að geta ekki fengið betri fréttaskýringar af alþjóðamálum en við fáum í íslenskum blöðum. Það eina sem þau bjóða okkur uppá er hraðsoðnar "þýðingar" úr miðlum eins og Reuters, AP, og BBC og ekki er hægt að kalla þá hlutlausa miðla. Ég held að fólk fengi nóg af ef okkur væri einungis boðið uppá þýðingar úr rússneskum blöðum.
Svona fréttamennsk var kannski góð og gild á kaldastríðsárunum en gengur illa ofan í landsmenn á tímum Internetsins, þegar allir með smá vit geta skoðað málin frá öðrum sjónarmiðum.
Blaðamenn, takið ykkur saman í andlitinu, þið eru annað hvort skræfur eða letingjar
Rice gagnrýnir Rússa | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
10.9.2008 | 21:23
"Útlenskan" þjálfara
Ég segi það sama og í bloggfærslunni eftir leikinni í Noregi: KSÍ þarf að setja góðan pening til þess að fá almennilegan þjálfara að utan til þess að þjálfa liðið. Sjálfur væri ég alveg til í að borga 1000 krónur eða svo með landsliðinu til að gera drauminn að veruleika.
Geta þessara drengja er alveg til staðar en það þarf topp þjálfara til þess að fín stilla strengina og mér sýnist fullreynt að sá maður finnst ekki á Íslandi
Drengirnir sem lýstu leiknum voru að gera mig gráhærðann með þessum sífelldum kommentum um dómarann. Hann var ekkert sérstakur enn hann reið ekki baggamunninn og óþarfa að kenna Belganum um hvernig fór.
Skotar unnu nauman sigur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.9.2008 | 19:31
Á myndbandaleigunni
Það er ágætt að gefa upp kennitöluna hjá þessum manni ef svo skyldi vera að hann ætli að leigja sér myndbandsspólu einhvers staðar. Eða þarf maður kennitölu til til þess að þekkja þessa austur-Evrópubúa (þeir líta kannski allir eins út).
Vonandi tekst lögreglunni að hafa uppá mönnunum (fautunum) sem gengu frá öðrum manni um helgina. (Össur heitir hann víst),Hann er enn í öndunarvél og í lífshættu. Hvað gerir maður við svona þrjóta. Jafnvel þótt að hann ranki við sér mun hann að öllum líkindum aldrei verða samur aftur. Á svo að sleppa þeim með 2-3 ár fyrir að örkumla fyrir lífstíð.
Lögreglan lýsir eftir manni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
6.9.2008 | 21:11
Þegar hann hættir
Þrátt fyrir að við Púllarar hötum þennan mann þá má hann eiga það að hann er frábær þjálfari.
En hvað ég mun gleðjast þegar hann lætur af störfum því þá mun erkifjandinn Man U eiga erfitt uppdráttar.
Skál fyrir því!
Ferguson hefur engar áhyggjur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
6.9.2008 | 20:08
Þurfum alvöru þjálfar
Að sjálfsögðu voru þetta ánægjuleg úrslit á útivelli. En íslenska liðið sýndi allt annað en sannfærandi leik og verðum við að teljast nokkuð heppin með þessi úrslit. Kannski ágætis byrjun, en þannig hófst seinasta undankeppnin á EM einnig (3 -0 gegn Norður Írum), og hvernig fór það!
Við vitum innst inni að Ísland á litla sem enga möguleika að komast áfram í þessari keppni miðað við þessa frammistöðu.
Við eigum topp leikmenn sem spila með frábærum liðum erlendis en þrátt fyrir það virðist það duga skammt.
Hvernig væri að KSÍ sætti sig við það að Ísland hefur marga góða leikmenn en því miður engan íslenskan þjálfara sem getur komið landsliðinu á beinu brautina.
Ég mæli með að KSÍ pungi út góðri peninga upphæð til þess að lokka til landsins reyndan og metnaðarfullan þjálfara sem getur fleytt liðinu áfram upp úr riðlakeppninni í EM eða HM.
Vel þjálfað landslið mun að sjálfsöðgu skila sér í meiri aðsókn á heimaleiki og peningum í kassann.
Áfram Ísland!
Frábær úrslit í Osló | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar