5.9.2008 | 09:08
165.7 kr
Þrátt fyrir mikla lækkun s.l tvær vikur hefur bensín líterinn hangið í 165.7 krónum. Á ekki að fara að lækka bensínið?
Fyrr í sumar voru þeir háu herrar hjá olíufélögunum "nauðbeygðir" til þess að hækka verðið strax "þar sem við verðum að fylgja heimsmarkaðsverð".
Á þetta bara við þegar heimsmarkaðsverð hækkar, en ekki þegar það lækkar.
Þetta eru glæpamenn.
Verð á hráolíu lækkar dag frá degi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.9.2008 | 18:11
Leikfangakassi
Þetta nær náttúrlega ekki nokkuri átt, er þessi deild að breytast í leikfangakassa ríku strákana. "Mínir menn munu stúta þínum, þeir geta ekki neitt", sé ég fyrir mér þennan Dubai prins segja við Abramovitch.
Ef þetta á að leyfast verður að setja einhverjar reglur sem fara á eftir, t.d eitthvert þak á hversu mikið megi verja til leikmannakaupa á ári og hins vegar á 10 ára fresti.
Ég trúi ekki að stuðningsmenn Manchester City verði ánægðir með þetta, jafnvel þó þetta tryggi þeim titil í framtíðinni. Ég sem Púlllari yrði alla vega alls ekki sáttur ef Liverpool myndi lenda í þessu sama (sem næstunni varð raunin)
Ætlar að fá Ronaldo til Man.City og skáka öllum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
2.9.2008 | 15:58
1984, gleymd spennusaga
Þetta er skemmtilegt áróðursbragð hjá Þjóðarhreyfingunni og vonandi gefa þingmennirnir sér tíma til að lesa bókina enda holl lesning fyrir alla, ekki einungis þá sem sitja við völd.
Önnur jafn góð bók (ef ekki betri) eftir hann Orwell er 1984. Mjög margir hafa lesið þá bók en alls ekki nógu margir. Og fyrir þá sem ekki hafa lesið hana í langan tíma er upprifjun ekki svo galin
Í stuttu máli fjallar hún um einræðisríki í öðrum tíma og rúmi þar sem eftirlit, hugsunarstýring og ritskoðun í samfélaginu er löngu farin úr böndunum. Óæskileg hugtök, bækur, sögulegir atburðir og jafnvel orð eru fjarlægð úr minni samfélagsins þannig að það er eins og atburðirnir hafi aldrei gerst og orðin aldrei verið töluð. Nánari umfjölun á ensku má finna hér: http://en.wikipedia.org/wiki/Nineteen_Eighty-Four
Í 1984 er að finna mikla pólitíska ádeilu en einnig aðvörun. Hún er mjög spennandi og dramatísk en einnig húmor og ást. Það eru ekki margar bækur sem hafa allt þetta uppá að bjóða.
Það er oft talað um að 1984 hafi verið beint gegn sovétríkjunum en það er margt í henni sem við getum heimfært á okkar eigið samfélag og því mjög þörf lesning fyrir þá sem vilja halda áfram að búa í lýðræðissamfélagi (hins vegar er spurning hvort við búum í raun og veru í þannig samfélagi).
Mig minnir endilega að bókin hafi verið þýdd yfir á íslensku en einnig var gerð bíómynd eftir henni fyrir þá sem ekki hafa tíma til að lesa. Bókin er þó að sjálfsögðu miklu betri.
Þingmenn fá Animal Farm | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
31.8.2008 | 18:52
Gott fyrir John MacCain?
Þegar ég var að kynna mér um daginn afleiðingar fellibylsins Katrínar á bandarísku þjóðarsálina og sérstaklega á samfélagið í New Orelans datt ég inná stutt heimildarmyndband, aðeins 10 mín eða svo, þar sem fjallað er um hamfarirnar frá öðrum sjónarhóli. Gott myndband mjög grafískt og myndrænt: http://www.youtube.com/watch?v=wln_iq5bc8k
Í mynbandinu er m.a. sagt frá því að fyrr á tímum voru náttúrlegir flóðvarnargarð í formi skóg- og mýrlendis sem vörðu New Orleans frá sjónum en ágangur mannskeppnunar á þetta landsvæði gerði þá að engu.
Sjóvarnagarðar á vegum bandaríkjahers, sem áttu að sinna hlutverki fyrrnefnds mýrlendis, gáfu eftir í í fárvirðinu og því fór sem fór.
Í bandarískum fjölmiðlum var þáttur fellibylsins Katrínar í eyðileggingu New Orleans blásinn upp en aðrir þættir hunsaðir.
Ef þetta sem fram kemur í myndbandinu reynist rétt verður fróðlegt að sjá hversu vel herinn hefur staðið sig í að endurreisa garðanna. Ef þeir standast þetta próf, sem ég geri fastlega ráð fyrir, mun það hafa mjög jákvæð áhrif á fylgi John MacCain.
Gustav að ná 5. stigi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
31.8.2008 | 13:52
Heilög reiði
Þeim í Manchester United þykir ekkert tiltökumál að lokka í burtu lykil leikmenn frá minni liðum, núna Beratov en áður Tevez frá West Ham, en fyllast sjálfir heilagri reiði þegar Real Madrid reyndi að bera víjurnar í Ronaldo nú fyrr í sumar. Hvílíkur tvískynungsháttur.
Berbatov ekki í leikmannahópi Tottenham | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar