VARIST GRÆNT TE - EITUR

Ég tók upp á því fyrir 2 mánuðum að kaup grænt te (green tea Extrakt), og hef verið að drekka þar til nú 1 til 3 bolla af því á dag mér til heilsubótar. Í fyrstu hafði þetta engin merkjanleg áhrif en nú fyrir viku síðan byrjaði ég að fá stöðugan höfuðverk. Mig grunaði fljótlega að höfuverkurinn gæti tengst þessari nýjungargirni  minni og eins og er siður flestra fróðleiksfúsra íslendinga googlaði ég orðinu, "green tea headaches".

Fljótlega rambaði ég inn á síðu þar sem fólk kvartaði undan þessu sama og ég en auk þess virðast mun fleiri alvarlegri fylgikvillar geta fylgt neyslu á grænu te, m.a. andnauð, útbrot, sljóleiki, minnisleysi (sem undirritaður hef fundið fyrir seinustu vikur) og annað misgott.  

Af hverju veldur grænt te þessum áhrifum?  Nokkrar útskýringar voru settar fram, t.d. að fólk getur haft ofnæmi gegn te (t.d. koffein) eða líkamanninn sé einfaldlega að losa sig við eiturefni og þessi áhrif hvimleið en nauðsynleg (e. detoxification: grænt te er talið vera ríkt af snefilefnum sem losa líkamann við  eiturefni).

Það sem mér þótti þó merkilegra var hversu gífulega hátt hlutfall af flúor er að finna í te. Í einum bolla af svörtu te er að finna 7.8 mg af flúori og í grænu te er jafnvel enn meira.  Ég reiknaði út að í   3 bollum af green tea extrakt (sem er þrisvar sinnum öflugra) er svipað magn af flúori og í 72 lítra af bandarísku flúor menguðu vatni. (mörg fylki í Bandaríkjunum bæta flúor í vatnið sitt við ekki allt of góðar undirtektir).

Fyrir þá sem ekki hafa heyrt um eitrunareinkenni flúors er bent m.a. á þessa síðu: http://poisonfluoride.com/pfpc/index.html

Og greinina um flúor í grænu te er að finna hér: http://poisonfluoride.com/pfpc/html/green_tea___.html 

 Að lokum vil ég að taka fram að eftir að ég hætti að bursta tennur mínar með flúortannkremi hef ég fundið fyrir tveim breytingum. 1) Hætt að blæða úr munnholdinu og tönnum við tannburstun, 2) munnangur og annað slíkt úr sögunni. 

 


 

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Ur-Hellinum
Ur-Hellinum

Bloggvinir

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (1.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband